„Þjóðhátíðarhúsið“ Strandgata 7
Kannski mætti kalla Strandgötu 7 „þjóðhátíðarhús“, en byggingarleyfið fyrir því var afgreitt þann 17. júní. Var það reyndar löngu áður en sá dagur varð þjóðhátíðardagur Íslendinga ...
Þannig hefst nýjasti húsapistill Arnórs Blika Hallmundssonar, sem birtist á Akureyri.net í dag.
„Ofarlega við Strandgötu, í Miðbænum, standa fjögur reisulegt og glæst timburhús. Þau eru nr. 7-13 við Strandgötu og eiga það sameiginlegt, að vera byggð 1907 og standa á einskonar brunareit en forverar allra þessara húsa brunnu til grunna þann 18. október 1906. Þar brunnu til ösku a.m.k. sjö tiltölulega nýleg hús (það elsta var byggt 1885 eða 21 árs) og misstu um 80 manns heimili sín en ekki varð manntjón. Hlýtur það að teljast kraftaverk, því menn lögðu sig í mikla hættu við slökkvistarf og einnig tíðkaðist þá, að hlaupa inn í brennandi hús til að bjarga verðmætum. Þá breiddist eldur hratt út í timburhúsunum, sem einangruð voru með m.a. hálmi, spónum og reiðingi, svo eflaust áttu margir fótum fjör að launa,“ segir Arnór Bliki.
Smellið hér til að lesa pistilinn.