Mannlíf
Þekkirðu börnin á leikvellinum?
12.04.2022 kl. 19:54
Ljósmynd: Kristján Hallgrímsson/Minjasafnið á Akureyri.
Mynd af hópi barna á leikvellinum neðst í Búðargili, sem birtist á Akureyri.net í morgun með grein eftir Ólaf Þór Ævarsson, hefur vakið mikla athygli lesenda. Ekki er að undra því myndin er stórskemmtileg
Fátt gleður fólk meira en gömul ljósmynd, eins og stundum hefur verið haldið fram á þessum vettvangi, og því blasir við að spyrja: þekkir einhver börnin á myndinni og konuna sem er lengst til vinstri?
Lesendur eru hvattir til þess að rýna í myndina og senda upplýsingar á netfangið skapti@akureyri.net ef þeir telja sig þekka einhvern með nafni.
Myndin er í eigu Minjasafnsins á Akureyri. Það var Kristján Hallgrímsson ljósmyndari sem tók myndina árið 1955.