Mannlíf
Þegar Syðri-Brekkan var svefnsófavædd
07.04.2025 kl. 11:30

Gunni bróðir, fimm árum eldri en ég, fékk svefnsófa í fermingargjöf. Ég man hvað það voru mikil og nýstárleg tíðindi í fjölskyldunni. Gott ef ekki forfrömun.
Þannig hefst 74. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
Ég hygg að óvenjulegur beddinn hafi verið sameiginleg gjöf frá öfum okkar og ömmum í báða leggi, enda var um töluferða fjárfestingu að ræða, en krakkar þyrftu á þessu að halda, því langur tími gormabreiðu dívananna væri liðinn.
Pistill dagsins: Svefnsófi