Fara í efni
Mannlíf

Þallir – freku trén sem fengu minnstu könglana

Sigurður Arnarson skrifar um ættkvísl þalla í nýjasta pistli raðarinnar Tré vikunnar sem birtist á Akureyri.net í gær.

Þessi bráðskemmtilegi og fróðlegi pistill hefst með þessum orðum:

Einu sinni, fyrir langa löngu, ákvað skapari allra hluta að verðlauna sígrænu trén í skóginum í Bresku Kólumbíu með því að gefa þeim stóra og fallega köngla sem gætu skreytt þau. Marþallirnar, sem þarna vaxa, töldu sig vera bestu og glæsilegustu trén og ættu því rétt á að fá stærstu og flottustu könglana. Þær vildu því troða sér fremst í röðina til að velja heppilega köngla fyrir sig. Skaparinn mikli sagði að það væri frekja að haga sér svona og samræmdist hvorki góðum siðum né þeim reglum sem hann hafi af visku sinni sett öllum trjám. Til að refsa þeim setti hann þær aftast í röðina. Þegar loks kom að þeim voru eingöngu litlir könglar eftir. Þess vegna bera þallir minni köngla en önnur barrtré á þessum slóðum. Ekki nóg með það. Aumingja þallirnar skömmuðust sín svo mikið að enn þann dag í dag drúpa þær höfði eins og sjá má á toppsprotunum. Skömm þeirra varir að eilífu.

Smellið hér til að lesa pistilinn