„Það er eitthvað svo galið við þessa þjóð“
„Ef ég notaði nýju íslenskuna myndi ég segja núna: Ég er ekki að nenna þessu Íslandi lengur. Jú, landið er fallegt en þjóðin komin í algjört fokk. Þetta er svipað og Tyrkland - og þó ekki.“
Aðalsteini vini mínum Öfgar var mikið niðri fyrir, segir Stefán Þór Sæmundsson í nýjum pistli fyrir Akureyri.net. Það er sem sagt Aðalsteinn sem þarna hefur orðið.
Stefán vitnar áfram í vin sinn: „Ég hef þrisvar farið til Tyrklands og upplifað fallegt landslag, fornar minjar og frábæran mat en þjóðin er alls ekki að mínu skapi, karlembur og öfgalið upp til hópa, falskir og gráðugir ræningjar, brosa með munninum en hata með augunum. Íslendingar eru kannski ekki alveg þarna en það er samt eitthvað svo galið við þessa þjóð, þessa tattúveruðu, sílíkontroðnu og bótoxsprautuðu smartlandskynslóð sem er svo upptekin af sjálfri sér að það þarf heila herdeild af sérfræðingum til að reyna að greina afkvæmi þeirra og setja þau á rétt lyf.“
Smellið hér til að lesa pistil Stefáns Þórs