Fara í efni
Mannlíf

Tengsl sitkagrenis við verkalýðsfélög

„Fyrri heimsstyrjöldin var stríðið sem átti að binda endi á allar styrjaldir. Eins og kunnugt er náðist það markmið ekki,“ segir Sigurður Arnarson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar.

„Í þeirri hörmungarstyrjöld var beitt ýmsum nýjungum sem lítt eða ekki höfðu verið notaðar í stríðum áður. Þar á meðal voru herflugvélar. Þær höfðu sést áður í hernaði en aldrei í líkingu við það sem þarna varð. Þá voru flugvélar í fyrsta skipti smíðaðar gagngert til að taka þátt í hernaði. Síðan hafa öflugar herflugvélar verið partur af nær öllum stríðum, enda má með þeim sálga fólki í stórum stíl án þess að gerandinn sé sjálfur í verulegri hættu. Það liggur ef til vill ekki í augum uppi, en þessi saga tengist bæði sitkagreni og verkalýðsbaráttu skógarhöggsmanna.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar