Fara í efni
Mannlíf

Tansanía stundum kallað land undranna

Gladys Kedmon Manyika frá Tansaníu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Gladys Kedmon Manyika er frá Tansaníu. Móðurmál hennar, Swahili, er jafnframt þjóðarmálið og opinbert tungumál landsins. Gladys er 37 ára gömul og er sjötti nemandinn í Sjávarútvegsskóla GRÓ-FTP (Fisheries Training Programme), sem hýstur er í Háskólanum á Akureyri, sem Akureyri.net ræðir við.

English below

Eftirfarandi er lýsing hennar á Tansaníu: „Landið mitt var áður þekkt sem Tanganyika, en 26. apríl 1964 var það endurnefnt Sameinaða lýðveldið Tansanía (URT) eftir sameiningu stærra meginlandasvæðis Tanganyika og strandeyjaklasans Zanzibar (Zanzibar-eyja).“

Og Gladys heldur áfram: „Tansanía er land í Austur-Afríku, innan afrísku stórvatnahéraðanna. Landið mitt á sér mikla sögu um forna arfleifð með yfir 120 þjóðarbrotum. Landið er um 947.300 ferkílómetrar að flatarmáli og um 25% af því er friðland fyrir dýralíf og þjóðgarða. Í Tansaníu eru 21 þjóðgarður. Þeir frægustu; Serengeti-þjóðgarðurinn, sem talinn er eitt af sjö náttúruundrum veraldar vegna samansafns milljóna villidýra, hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro, með fjallstind sem er 19.341 fet (5.895,14 m) yfir sjávarmáli og Ngorongoro-gígurinn (Africa‘s Garden of Eden), sem er sagður vera stærsta askja heims eða 264 kílómetrar; eru á heimsminjaskrá UNESCO.“

„Land undranna“

„Náttúrufegurð Tansaníu er ekki upp talin,“ segir Gladys. „Ef þú skoðar landakort muntu sjá að á þrjár hliðar liggja stórvötn að landinu: Viktoríuvatn, Tanganyikavatn og Malavívatn, og í austri á það strönd að Indlandshafi; strandlengjan er um 1.424 km. Í landinu eru einnig lítil vötn, fjölmargar ár, stíflur og votlendi þar sem eru fjölmargar fisktegundir. Í þessu fallega landi er jafn fallegt fólk sem tekur vel á móti gestum,“ bætir Gladys við. „Vegna tilvistar margra náttúruundra og íbúa þeirra er landið stundum kallað Land undranna.“

Um 4 milljónir manna háðir fiskveiðum

„Ég valdi að læra sjávarútvegsfræði vegna þess að hún fjallar um líffræði og vistfræði fiska“, segir Gladys. „Þetta snýst meira um fiskveiðivernd, verndun og stjórnun. Sem stjórnandi í fiskiðnaði vissi ég að í gegnum sjávarútvegsfræðina myndi ég geta skilið sjávarútveg betur, sem mun hjálpa mér við betri stjórnun fiskveiðiauðlindarinnar. Sjávarútvegur er mjög mikilvægur í mínu landi þar sem um 4 milljónir manna eru háðar honum sem lífsviðurværi. Hann er ódýr uppspretta fæðuöryggis og næringar, sem auðvelt er að nálgast. Þar sem tölfræðigögn sýna að löndun hefur verið stöðug í gegnum árin er mjög mikilvægt að skilja hvernig á að nýta tiltæka auðlind á sjálfbæran hátt.“

Og hún bætir við: „Ég er mjög þakklát fyrir GRO-FTP vegna þess að ég hef lært mikið síðan ég kom. Vegna þessa náms vonast ég til að leggja meira af mörkum til sjávarútvegsþjónustunnar heima, sérstaklega varðandi sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar sem er nú þegar takmörkuð vegna áhrifa af loftslagsbreytingum“, segir Gladys.

Af hverju HA?

„Ég vissi ekkert um Háskólann á Akureyri áður en ég kom til Íslands. Það var starfsfólk GRO-FTP sem kynnti mér hann“, segir Gladys. „Ég kem frá suðrænu landi og hafði áhyggjur af því að koma hingað því veðurspáin hljóðaði upp á mikinn vind og snjóstorm. En nú er ég mjög fegin að hafa komið hingað. Staðurinn er svo flottur, rólegur og öruggur með vinalegu fólki. Ég elska þá staðreynd að starfsfólk HA er mjög vingjarnlegt, samvinnufúst og gestrisið. Það er líka notalegt að búa á stúdentagörðum og manni líður eins og heima hjá sér.“

Hvers muntu sakna frá Akureyri, ef einhvers?

„Ég á eftir að sakna margs frá Akureyri, þar á meðal upplifana og ferðamannastaða sem við heimsóttum; ég nefni hvalaskoðun, Jólahúsið og Goðafoss; sem er mjög fallegur“, segir Gladys. „Akureyri er lítill bær, sem gerir manni auðveldara að ganga um og njóta. Hér er líka auðvelt að ganga niður að sjó og horfa á lítil litrík hús. Þó í bænum séu margir fallegir staðir til að heimsækja, þá getur það verið erfitt, sérstaklega þegar maður hefur bara tíma um helgar og strætó byrjar ekki að ganga fyrr en 12:30.“

Hvað er það fyrsta sem þig langar að gera þegar þú snýrð aftur heim?

„Eftir að ég kem heim mun ég fyrst og fremst deila með vinnufélögum mínum því sem ég lærði af GRO-FTP“, svarar Gladys. „Ég er núna að vinna að verkefni um hvernig draga megi úr tapi sem smáfiskverkendur verða fyrir í strandsamfélögum Tansaníu.“ Og að lokum segir hún: „Ég vona að með þeirri færni og þekkingu sem ég öðlast í þessu námi; munu ég og samstarfsfélagar mínir geta hjálpað strandbyggðum við að draga úr tjóni og bæta þannig efnahagslega stöðu þeirra, sem og fæðuöryggi og næringu.“

Fyrri viðtöl:

Carolyn Munthali Malaví er kallað Malaví er kallað „Hið hlýja hjarta Afríku“

Tshepo Sebake „Við erum kölluð Regnbogaþjóðin“

Geralda Margaret Ally Fékk tækifæri til að sameina tvær ástríður

Gesling L. Chee Auðvelt að tileinka sér það sem við lærum hér

Te Aomihia Walker frá Aotearoa Margt sameiginlegt með Aotearoa og Íslandi

_ _ _

 

Tanzania is sometimes called “The land of Wonders”

Gladys Kedmon Manyika is from the United Republic of Tanzania. She is 37 years old and her native language, and the national or official language, is Swahili. Gladys is the sixth student interviewed by Akureyri.net, in GRO-FTP fisheries school, which is housed at the University of Akureyri.

The following is her description of Tanzania:

“My country was formerly known as Tanganyika, but on 26th April 1964 it was renamed the United Republic of Tanzania (URT) after the union of the larger mainland territory of Tanganyika and the coastal archipelago of Zanzibar (Zanzibar Island).”

And Gladys continues: “Tanzania is a country in East Africa, within the African great lake regions. My country has a rich, ancient heritage with over 120 ethnic groups. The country has an area of about 947,300 sq kms and about 25% of its land is designated to wildlife sanctuaries and national parks. There are 21 national parks, and the famous ones are Serengeti National Park which is named as one of the natural seven wonders of the world because of the migration of the millions of wildebeests, the highest free-standing mountain in Africa, Mount Kilimanjaro, with a summit of 19,341 feet above sea level, and Ngorongoro Crater (Africa’s Garden of Eden), which is said to be the world’s largest caldera (264 kilometers) are listed under UNESCO World Heritage sites.”

“The land of Wonders”

“Tanzania’s natural beauty does not stop there”, says Gladys. “If you look at the map of my country, you’ll see that the country is surrounded with three great lakes of Africa: Lake Victoria, Lake Tanganyika and Lake Malawi; and an Indian Ocean with a coastline of about 1424 km long. The country also has other small lakes, numerous rivers, dams, and wetlands which harbors numerous fish species. In this beautiful land there are equally beautiful people who are very welcoming,” Gladys adds. Due to the presence of many natural wonders and its people, the country is sometimes called, “The land of Wonders”

Helps me in managing the fisheries resources better

“Well, I chose to study fisheries science because it deals with the biology and ecology of fish. This is more about fisheries protection, conservation, and management. As a Fisheries Manager, I knew that through fisheries science, I would be able to understand fisheries better which will help me in managing the fisheries resources better.

The fisheries sector is very important in my country as about 4 million people depend on it for their livelihood, and it is a cheap source of food security and nutrition since it is easily accessible and readily available. As statistics data show that the landings data has been stable over the years, it is very important to understand how to sustainably utilize the available resource. My to the GRO-FTP Program because I have learned a lot since my arrival. Through this program, I hope to contribute more to fisheries extension services back home, especially on sustainable utilization of a resource which is already limited and still affected by climate change”, says Gladys.

Why UNAK?

“At first, I didn’t know about the University of Akureyri before coming to Iceland. I knew about it after being introduced to it by GRO- FTP staffs. Coming from a tropical country, I was worried coming here because of the weather forecast reports on strong winds and snowstorms. But now I am very glad I came here, the place is so cool, quiet, and safe, with friendly people. I love the fact that the staff in Akureyri University is so friendly, cooperative, and welcoming. The University hostels are also cozy for anyone to stay and feel like home.

What will you miss from Akureyri (if anything)?

“I will miss lots of things from Akureyri including touristic attractions that we visited such as whale watching, Christmas house, and the Gods waterfalls which were very beautiful”, says Gladys. “Akureyri is a small town which makes it easy to walk around and enjoy. It is also a nice place to walk down by the ocean to see small colorful houses. Although the place has lots of beautiful places to visit, it becomes difficult especially when you have time only on weekends and the buses start at around 12:30.”

What will be the first thing you want to do when you return home?

“After returning home, the first thing I will do is to share with my co-workers what I learned from GRO-FTP”, Gladys answers. “I am now working on my project on how to reduce losses that small fish processors incur in Tanzania’s coastal communities.” And she adds: “I hope that through the skills and knowledge that I will acquire in this program, I and my colleagues will be able to help coastal communities in reducing losses, and hence improve their economic status as well as food security and nutrition.”