Svo þið eruð ekki nema fjögur, systkinin

Systkinahópurinn í Espilundinum þótti heldur smár í sniðum. Við vorum ekki nema fjögur börnin þeirra mömmu og pabba, strákar tveir og annað eins af stelpum. Og svona í samanburði við önnur heimili á Syðri Brekkunni, þótti þetta nokkuð vel sloppið frá ómegðinni sem annars staðar þreifst á þeirri torfunni.
Þannig hefst 72. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
Svo þið eruð ekki nema fjögur, var vanalega sagt í vandræðalegum spurnartón, ef heimilisaðstæður okkar bar á góma, en í seimnum sem dreginn var í einni og sömu hnýsninni, lá auðvitað efasemdin og undirtónninn um að eitthvað væri að í hjónalífi foreldra okkar. Þau gætu þá ekki átt fleiri börn.
Pistill dagsins: Ómegð