Fara í efni
Mannlíf

Sveppaganga í kvöld í Böggvisstaðaskógi

Skógræktarfélag Eyfirðinga stendur í dag fyrir árlegri sveppagöngu sem að þessu sinni fer fram í Böggvisstaðakógi í Dalvíkurbyggð. Gangan hefst kl. 18.00 og stendur til kl. 20.00.

Guðríður Gyða, sveppafræðingurinn okkar, fræðir gesti um neðanjarðarhagkerfi skóganna ásamt því hvernig greina skuli og meðhöndla helstu matsveppi. Þátttakendur safna sveppum í skóginum og fá greiningu á þeim, markmiðið er að óvanir geti stundað örugga sveppatínslu og lengra komnir bætt við þekkingu sína,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
 
Áhugasamir mæti með hníf, körfu og stækkunargler (nú eða bara skástu gleraugun) og fjölnota mál fyrir ketilkaffið og kakóið.
 
Fólki er bent á að leggja á skógarbílastæðinu norðan við skóginn en þaðan munu vegvísar leiða fólk að kennslurjóðri. Smellið hér til að sjá á korti hvar bílastæðið er.