Fara í efni
Mannlíf

Stórsigur KA/Þórs og stórtap KA

Nicolai Horntvedt Kristensen varði 11 skot (31,4%) gegn FH í kvöld og Matea Lonac 12 (63,2%) gegn Fjölni. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Það var ekki mikil spenna í handboltaleikjum Akureyrarliðanna í kvöld. Karlalið KA tapaði með 11 marka mun fyrir FH í Kaplakrika í 10. umferð Olísdeildarinnar og KA/Þór gjörsigraði Fjölni í 8. umferð Grill 66 deildar kvenna, munurinn þar að lokum 22 mörk!

Heimamenn sterkari í Kaplakrika

KA komst yfir í upphafi leiks í Kaplakrika, en FH-ingar jöfnuðu fljótlega og höfðu frumkvæðið út fyrri hálfleikinn, munurinn lengst af 1-3 mörk, en FH-ingar náðu fimm marka forskoti skömmu fyrir leikhlé, staðan 17-12 eftir fyrri hálfleikinn. FH-ingar héldu öruggri forystu út seinni hálfleikinn og juku muninn undir lok leiksins og unnu að lokum með 11 marka mun.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði mest KA-manna, sex mörk. Nicolai Horntvedt Kristensen varði 11 skot í marki KA. Birgir Örn Birgisson var atkvæðamestur heimamanna, skoraði átta mörk.

FH er áfram á toppi deildarinnar, en KA er áfram í harðri baráttu á hinum endanum með fimm stig úr fyrstu tíu leikjunum eins og HK og ÍR sem voru í sætunum fyrir neðan KA fyrir 10. umferðina. ÍR tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld, en HK á leik til góða gegn Val á morgun.

Helstu tölur úr leiknum:

FH

Mörk: Birgir Már Birgisson 8, Jóhannes Berg Andrason 5, Jón Bjarni Ólafsson 5, Ásbjörn Friðriksson 5, Garðar Ingi Sindrason 3, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Einar örn Sindrason 1, Axel Þór Sigurjónsson 1, Ingvar Dagur Gunnarsson 1, Gunnar Kári Bragason 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 13 (38,2%), Birkir Fannar Bragason 4 (50%).
Refsimínútur: 2.

KA

Mörk: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 6, Dagur Árni Heimisson 5, Ott Varik 4, Einar Birgir Stefánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 2, Patrekur Stefánsson 1, Logi Gautason 1, Kamil Pedryc 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 11 (31,4%), Bruno Bernat 1 (8,3%).
Refsimínútur: 8.

KA/Þór gjörsigraði Grafarvogsliðið

Leikur KA/Þórs og Fjölnis í Grill 66 deild kvenna varð aldrei spennandi. KA/Þór byrjaði af krafti og náði strax góðri forystu sem stelpurnar létu aldrei af hendi. Munurinn var mestur 11 mörk í fyrri hálfleiknum og tíu marka munur í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var enn ójafnari, KA/Þór keyrði hreinlega yfir Fjölnisliðið og vann að lokum 22ja marka sigur.

Leikmenn KA/Þórs skiptu markaskorun vel á milli sín og komust allir útileikmennirnir á blað í leiknum. Markverðirnir vörðu samtals 21 skot, Matea Lonac með 63,2% markvörslu og Sif Hallgrímsdóttir 52,9%.

Helstu tölur úr leiknum: 

KA/Þór

Mörk: Susanne Denise Pettersen 5, Anna Þyrí Halldórsdóttir 5, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 4, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 4, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Aþena Einvarðsdóttir 2, Agnes Vala Tryggvadóttir 2, Ólöf Marín Hlynsdóttir 2, Elsa Björg Guðmundsdóttir 2, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Telma Lísa Elmarsdóttir 1, Selma Sól Ómarsdóttir 1. 
Varin skot: Matea Lonac 12 (63,2%), Sif Hallgrímsdóttir 9 (52,9%).
Refsimínútur: 2.

Fjölnir

Mörk: Sólveig Ása Brynjarsdóttir 7, Eyrún Ósk Hjartardóttir 5, Telma Sól Bogadóttir 2, Azra Cosic 1. 
Varin skotUpplýsingar vantar.
Refsimínútur: 4.

KA/Þór náði fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar, er með 15 stig, en helstu keppnautarnir, Afturelding og HK, eru með 11 stig og eiga eftir að spila sína leiki í 8. umferðinni.