Fara í efni
Mannlíf

Sterk og merkileg kona sem öllum þótti vænt um

Kristín Aðalsteinsdóttir fyrrverandi prófessor fjallar um Kristínu ömmu sína í enn einum fallega og umhugsunarverða pistlinum fyrir Akureyri.net. Pistlar Kristínar birtast annan hvern föstudag.

„Ég minnist ömmu fyrst og fremst sem sterkrar og merkilegrar konu, sem mér þótti mjög vænt um, okkur þótti öllum mjög vænt um hana ömmu. Af hverju?“ skrifar Kristín og heldur áfram:

„Ég held að það hafi kannski verið vegna þess að þegar við komum til ömmu þá sinnti hún okkur á þann veg að okkur fannst að enginn skipti hana máli nema við sem hjá henni vorum hverju sinni. Þannig kom hún fram við hvert og eitt okkar og hún sinnti okkur öllum. Hún hafði alltaf tíma fyrir okkur. Hún hafði líka tíma fyrir aðra en okkur, barnabörnin, jafnvel líka vini okkar.“

Pistill dagsins: Amma Kristín