Fara í efni
Mannlíf

Stefán Þór: Þegar allt fer nánast í hund og kött

„Erum við orðin svo rosalega úrkynjuð að hundspott eru farin að verða mikilvægari en manneskjan? Ég var að lesa um „andlát“ hunds sem kannski borðaði ekki nóg og elsku drengurinn burtkallaðist fyrir aldur fram og allar lýsingar voru eins og um manneskju væri að ræða. Hvaða lund þjónar þetta hundaæði annars?“

Pistlahöfundurinn Stefán Þór Sæmundsson komst aftur í samband við Aðalstein Öfgar vin sinn í vikunni en Aðalsteinn – sem vitnað er til hér að framan – var fjarverandi í pistli síðustu helgar. Ekki munaði miklu að allt færi í hund og kött hjá þeim félögum

„Hér áður fyrr átu dýr og drápust en nú búið að manngera þau. Og svo tekur náttúrlega steininn úr þegar hæstvirtur félagsmálaráðherra ætlar að leyfa óhamið hundafargan í fjölbýlishúsum þar sem réttur þeirra sem vonast eftir kyrrlátu ævikvöldi er fótum troðinn. Nei, nú er mér nóg boðið!“ hefur Stefán eftir Aðalsteini í pistli sem Akureyri.net birtir í dag.

Pistill Stefáns Þórs: Hörmungar á hundavaði