Stefán Þór spyr: Erum við neytendur kjánar?

„Mér finnst stórkostlegt hvað fólk getur verið frjótt og hugmyndaríkt þegar kemur að því að skapa sér lífsviðurværi, svo sem með því að selja okkur eitthvað sem við höfum enga þörf fyrir,“ segir Stefán Þór Sæmundsson í upphafi pistli sem Akureyri.net birtir í dag.
Annað hvort erum við neytendur kjánar, segir Stefán, „eða þeir sem nota okkur eru bara svona snjallir. Ég hallast að því síðarnefnda því seint vill maður vera kallaður kjáni.“
„Við þekkjum öll hvernig nokkrir svokallaðir athafnamenn fóru allt í einu að stórgræða með því að flytja inn og selja veip, nikótínpúða, orkudrykki, brúnkukrem, gerviaugnahár, plastneglur, fæðubótarefni, húðflúr og alls konar snyrtivörur, merkjavörur og annað prjál sem svo er hægt að koma í tísku með því að auglýsa æði á ónefndum samfélagsmiðlum. Eitt af því nýjasta eru svo koffínpúðar, takk fyrir. Eins og sé ekki búið að reyna að dæla nægu koffíni í börnin okkar með orkudrykkjunum svokölluðu.“
Pistill Stefáns: Erum við kjánar?