Mannlíf
Stafræn fasta Magnúsar í aðdraganda jóla!
10.12.2024 kl. 17:00
Magnús Smári Smárason, leiðsögumaður Akureyri.net um gervigreind, segir í 14. pistlinum sem birtist í dag að í heimi þar sem tækni er orðin samofin daglegu lífi, verði sífellt mikilvægara fyrir sig að setja mörk.
„Tæknin krefst stöðugrar athygli, endalausra nýjunga eða frétta og samskipta yfir netið. Þess vegna hef ég ákveðið að tileinka mér stafræna föstu í aðdraganda jóla,“ segir Magnús Smári í skemmtilegum pistli og upplýsir að hann hafi sett sér markmið.
Þau eru meðal annars:
- Tvær klukkustundir án snjalltækja daglega milli 08:00 og 22:00
- Átta klukkustundir án snjalltækja á sunnudögum
Pistill dagsins: Aðventa