Mannlíf
Staða í samfélagi hefur mikil áhrif á heilsu
04.01.2024 kl. 12:30
Staða hvers og eins í samfélaginu er stór áhrifavaldur heilsu fólks. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir fjallar um þetta í nýjasta pistli sínum í röðinni Fræðsla til forvarna, sem birtist á Akureyri.net í dag.
„Þetta kemur m.a. fram í því í hvaða póstnúmeri eða hverfi maður býr. Það virðist vera allt að 15 ára munur á lífslengd eftir því hvort maður fæðist og býr í ríkasta eða fátækasta hverfi Washingtonborgar. Svipaðar rannsóknir frá Glasgow í Skotlandi sýna jafnvel enn meiri mun,“ segir Ólafur og nefnir ýmislegt fleira.
Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs