Fara í efni
Mannlíf

„Sorrí gaur nenni ekki að sjá á þér typpið“

Ragnheiður Inga Matthísdóttir, Ragga Rix, er eini keppandinn frá Norðurlandi í Rímnaflæði 21.

Rapparinn Ragga Rix, Ragnheiður Inga Matthísdóttir, tekur þátt í Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins, sem hefst í kvöld. Keppnin hefur skapað sér verðugan sess í starfsemi félagsmiðstöðva víða um land.

Keppendur eru átta og Ragga, sem er 13 ára Akureyringur, sá eini frá Norðurlandi. Hún er fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Tróju í Rósenborg. 

Vegna Covid er keppnin bara á netinu og úrslitin ráðast í netkosningu. Stig eru gefin fyrir innihaldsríka texta, flæði og lögin sjálf í heilda, eins og segir á vef Samfés.

Ragga Rix flytur skemmtileg lag, Mætt til leiks, og spennandi verður að sjá hvernig henni gengur.

Texti Röggu er sannarlega áhugverður:

Sorrí gaur ég nenni ekki að sjá á þér typpið
orðin drulluþreytt á þessu sandkassashitti

Hún segir líka:

Þetta er búið.
Því ég er mætt til leiks
það getur enginn hérna rappað eins og Ragga Rix
ég er sú besta
þú veist það
og ég kem frá Norðurlandi eystra

Netkosningin, sem er opin öllum, hefst klukkan 20.00 í kvöld og stendur fram á mánudag. Hér er hægt að kjósa.

Hægt er að horfa á myndbönd keppenda á Ungruv.

Smellið hér til að sjá og heyra Röggu Rix flytja lagið.