Fara í efni
Mannlíf

Snotur tegund sem mætti rækta meira

Í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar fjallar Sigurður Arnarson um hirðingjareyni, Sorbus tianschanica Rupr., sem „er snotur tegund sem að ósekju mætti vera meira ræktuð í görðum og skógarteigum á Íslandi,“ eins og hann segir.

„Í vikulegum pistlum okkar um tré hefur okkur orðið skrafdrjúgt um ýmsar reynitegundir. Auðvitað höfum við fjallað um íslenska ilmreyninn eða reyniviðinn en einnig höfum við fjallað um ýmsar aðrar reynitegundir. Ber þar einna mest á tegundum frá Asíu sem mynda svokallaðar örtegundir sem stunda geldæxlun og finnast aðeins á afmörkuðum svæðum. Það er samt hreint ekki þannig að allar asískar tegundir séu örtegundir. Tré vikunnar er ein af þeim asísku reynitegundum sem treystir á hefðbundna kynæxlun og vex á stóru svæði.“

Nánar hér: Hirðingjareynir