Fara í efni
Mannlíf

Smiðjan – snoturt og vinalegt, lítið hús

„Sunnarlega við Aðalstrætið taka vegfarendur eftir því, að gangstéttin tekur vinkilbeygju og rammar þar inn bílastæði að sunnanverðu, m.a. framan við Minjasafnið. Sveigir stéttinn framfyrir lítið hús, sem skagar að götunni út frá lóðinni við Aðalstræti 66 og stendur þarna á gangstéttarbrúninni.“

Þannig hefst nýr pistill Arnórs Blika Hallmundssonar í röðinni Hús dagsins

„Er hús þetta einstaklega snoturt og vinalegt, bárujárnsklætt lágreist með háu risi og smáum sexrúðugluggum. (Gaman að geta þess, í ljósi þess hversu áberandi smátt húsið er, bjó þarna um áratugaskeið maður sem nefndur var Jón Sigurðsson stóri, uppi á árunum 1834 til 1914). Um er að ræða Aðalstræti 66a sem einnig hefur gengið undir nafninu Smiðjan. Hús þetta er um 175-180 ára gamalt en byggingarár þess nokkuð á reiki, eins og gjarnt er með elstu hús bæjarins.“

Pistill dagsins: Aðalstræti 66a – Smiðjan