Fara í efni
Mannlíf

Skyldi hún eiga nógu mörg innskotsborð?

Þegar hausta fór – og það gerðist alveg örugglega fyrir botni Eyjafjarðar – tóku áhyggjurnar að aukast út af því að ekki væri nóg af innskotsborðum á heimilinu.

Þannig hefst 51. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Enn ein fermingin væri fram undan, jólaboðin þar á undan og páskahelgin, maður lifandi – og guð einn almáttugur vissi hvað það þyrfti að bjóða stórum ættboga á samkunduna, en það eitt væri þó víst að hann hefði stækkað frá því síðast var saman komið. Því ómegðin yxi bara á öllum bæjum.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis