Mannlíf
Skúli Íslandsmeistari í flokki 15 og 16 ára
15.08.2022 kl. 23:00
Íslandsmeistarinn Skúli Gunnar Ágústsson fyrir miðju, Valur Snær Guðmundsson, einnig úr GA, til vinstri og Guðjón Frans Halldórsson, GKG, til hægri. Ljósmynd: seth@golfi.is
Skúli Gunnar Ágústsson, Golfklúbbi Akureyrar, varð Íslandsmeistari í golfi í flokki 15 og 16 ára pilta um helgina. Þá fór Íslandsmótið í höggleik 15 til 21 árs fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar
Skúli Gunnar lék hringina þrjá á einu höggi undir pari samtals, 212 höggum. Valur Snær Guðmundsson, einnig úr GA, varð annar einu höggi á eftir, 213, og Guðjón Frans Halldórsson, GKG, varð þriðji á 215 höggum.
Einn einn Akureyringurinn, Veigar Heiðarsson var svo í fjórða sæti, á 217 höggum.