Fara í efni
Mannlíf

„Skófluflugið“ fræga og jólabarnið Ronja

Árleg jólaauglýsing Icelandair, sem sýnd er í sjónvarpi bæði hér heima og erlendis, vekur jafnan mikla athygli enda mjög vandað til verks. Auglýsingin frá því í fyrra hefur sést aftur á skjánum núna; auglýsing sem byggð var sönnum atburðum og hefur skemmtilega tengingu við Akureyri.

Full ástæða er til að rifja upp umfjöllun Akureyri.net í desember á síðasta ári. Auglýsingin var að stórum hluta tekin upp á Akureyri og einn farþeganna í fluginu sem fjallað er um býr í bænum. 

Flugmaður Icelandair tók sig til rétt fyrir jólin 2010 og mokaði snjó frá Icelandair vél á Schiphol flugvellinum í Amsterdam þannig að fluginu var ekki aflýst eins og öðrum frá vellinum þann dag! Einn farþeganna Ronja Axelsdóttir van de Ven, var á leið til Akureyrar í jólafrí, alveg að verða sex ára. Nú, áratug síðar, er Ronja búsett á Akureyri og stundar nám við MA.

Ronja fæddist í Reykjavík 24. desember 2004 en flutti þriggja ára gömul með móður sinni til Hollands. Þar býr móðurfólk hennar en föðurfólkið á Íslandi. Ronja ferðaðist oft ein milli landanna tveggja og fannst það lítið mál.

Smellið hér til að lesa frásögn Akureyri.net og spjallið við Ronju á síðasta ári.