Skíðabelti – og kaðallinn að lokum lagður að velli
![](/static/news/lg/1739137985_ser-pistlar.jpg)
Berir og kaldir kaðlarnir uppi í Fjalli voru ekkert endilega að manns skapi. Það er bernskuminningin. En skemmtunin, að renna sér niður frá hæsta punkti þeirra, var auðvitað miklu meiri en svo að maður léti handlama hangsið í helvítis spottanum draga úr sér allan þrótt.
Þannig hefst 65. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
Og þeir voru þreytandi, vissulega, lágu slyttislega ofan á fannbarðri brautinni, svo það þurfti að hneigja sig í átt að þeim í neðra, og lyfta þeim upp í klofið svo hægt væri að ná sæmilegu taki á þeim, en það var aldrei meira en svo að litlar skjálfandi hendurnar voru alltaf við það að missa takið.
En svo komu skíðabeltin til sögunnar.
Pistill dagsins: Skíðabelti