Skemmtilegt hús á tilkomumiklum stað
„Undir Súlutindum er óhemju mikið fjalllendi, sem nær langt norður fyrir tindana sjálfa. Kallast þar Súlumýrar. Þar eru þó ekki einungis mýrar heldur miklar kletta- og hamraborgir allt frá ysta odda Löngukletta við Glerárdalsöxl ofan Akureyrar og langleiðina að Kristnesi, frá láglendi og upp undir fjallsrætur.“
Þannig hefst nýr pistill Arnórs Blika Hallmundssonar í röðinni Hús dagsins.
Hann heldur áfram:
„Sunnarlega í þessum klettaholtum skerst mikið gil í hlíðina og heitir það því skemmtilega nafni Gilsárgil; um það rennur nefnilega áin Gilsá. Áin kann hins vegar að draga nafn sitt af jörðinni Gili, sem væntanlega er nefnd eftir gilinu! Og einmitt sunnan við þetta gil á háum hól, stendur skemmtilegt hús á tilkomumiklu bæjarstæði. Það er prýtt burst norðanmegin, sem kallast einstaklega skemmtilega á við Súlutinda.“
Þar er um að ræða íbúðarhúsið á Syðra-Gili, sem Arnór Bliki fjallar um dag, en téðri jörð Gili, var skipt í Ytra og Syðra-Gil fyrr á öldum.
Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika