Fara í efni
Mannlíf

Skemmtileg heild til mikillar prýði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar í dag um Hvassafell í Eyjafjarðarsveit, í pistlaröðinni Hús dagsins. Frá miðbæ Akureyrar eru um 27 kílómetrar að hlaðinu á Hvassafelli.

„Sögu Hvassafells, sem löngum var og er stórbýli má rekja til fyrstu aldar Íslandsbyggðar, þar var bænhús á miðöldum og árið 1712 var jörðin eign Munkaþverárklausturs. Í fyrndinni tilheyrði Hvassafelli skógur í Núpufellsskógum en heimildir eru um það frá lokum 14. aldar,“ skrifar Arnór Bliki meðal annars.

„Íbúðarhúsið í Hvassafelli er reisulegt, skrautlegt og myndarlegt hús á hinu prýðilegasta bæjarstæði. Það er í mjög góðri hirðu, gluggar og þak virðast t.d. nýleg. Húsið, ásamt nærliggjandi byggingum, mynda skemmtilega heild sem er til mikillar prýði í gróskumikilli og fallegri sveit.“ 

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika