Fara í efni
Mannlíf

Skautað á Pollinum 1941 – MYNDBAND

Skjáskot úr myndbandinu

Dásamlegt myndband af Akureyringum á skautum á Pollinum árið 1941 hefur verið birt á youtube rás Skautafélags Akureyrar – SATV.

Í myndbandinu má sjá fjölda fólks skauta sér til gamans, hóp manna í íshokkí, keppendur í hraðhlaupi og pör í ísdansi. Fleiri eru reyndar á ísilögðum Pollinum þennan dag því margir eru á reiðhjóli og tveir fara um ríðandi á hestum. 

Á myndbandinu má m.a. þekkja hjónin Ágúst Ásgrímsson, þann kunna skautamann, og Elísa­betu Geir­munds­dótt­ur, listakonuna í Fjörunni eins og hún er gjarnan nefnd. Ágúst var einn stofnenda Skautafélags Akureyrar á nýársdag 1937 og sat í fyrstu stjórn þess. 

Ástæða er til að vekja athygli á myndbandinu því það er stórskemmtilegt. Sá sem myndaði var Eðvarð Sigurgeirsson ljósmyndari og gaf hann Skautafélaginu filmuna á sínum tíma.

Smellið hér til að sjá myndbandið