Fara í efni
Mannlíf

Skatan líklega aldrei vinsælli á Akureyri

Hlynur Halldórsson matreiðslumeistari á Múlabergi. Ljósmyndir: Þorgeir Baldursson

Fjöldi Akureyringa spændi í sig kæstu skötu og tilheyrandi í hádeginu. Sumir héldu sig að vísu við saltfiskinn en hafa hugsanlega notið ilmsins af skötunni, ekki  síður en hinir ...

Hátt í 300 manns mættu í skötuhlaðborð á Múlabergi á Hótel Kea, álíka margir létu sjá sig í opnu húsi Oddfellow bræðra og hátt í 400 mættu í þessum erindagjörðum á Greifann. Skatan var í boði víðar en Þorgeir Baldursson leit við með myndavélina að vopni á nefndum stöðum.