Sjáið þið ekki að heimurinn er að farast?
Ég þori ekki að fullyrða að dægurtónlistaráhugi hafi verið almennur meðal nemenda í Glerárskóla um miðjan níunda áratuginn en hann var þó gríðarlegur í mínum vinahópi.
Þannig hefst 20. Orrablót blaðamannsins Orra Páls Ormarssonar sem birtist á Akureyri.net í morgun. Að þessu sinni fjallar Orri Páll um eigin tónlistaráhuga og annarra og fer á kostum að vanda.
Gróft á litið skiptust menn í tvo flokka; annars vegar voru þungarokkarar ellegar málmhausar og hins vegar þeir sem aðhylltust svokallað framsækið gáfumannarokk.
Orri segir þá sem voru samfélagslega þenkjandi, ofboðslega meðvitaða um böl þjóðanna og hverskyns heimsósóma, hafa vitnað í tíma og ótíma í menn á borð við Bono, Stuart Adamson og Morrissey: „Heimurinn er að farast, sjáið þið það virkilega ekki!?“
Helvíti vondar fréttir þegar maður er bara 13 ára!
Smellið hér til að lesa pistil Orra Páls