Sitkalúsin er bæði bölvaldur og blessun

„Í skógum landsins er allskonar lífríki. Þar má auðvitað finna tré en einnig lífverur sem margar hverjar eru meira eða minna háðar trjám. Ein af þeim er lítil lúsategund sem á fræðimálinu kallast Elatobium abietinum Walker,“ segir Sigurður Arnarson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar.
„Hún herjar á grenitré, einkum þau sem ættuð eru frá Ameríku, og getur valdið miklum skaða á þeim. Svo mikil eru áhrifin á mest ræktuðu grenitegundina að rétt þykir að kenna lúsina við þessa grenitegund og því heitir hún sitkalús á íslensku. Við, sem hrífumst á allskonar trjám lítum gjarnan á lúsina sem skaðvald, enda er hún það.“
Sigurður bætir við: „En í fyrirsögninni tölum við einnig um blessun. Hvernig ætli standi á því?“
Pistill dagsins: Bölvaldur og blessun: Sitkalús