Fara í efni
Mannlíf

Öskubakkarnir á æskuheimilinu

„Sjálfsagt var ekki tölu komandi á alla öskubakkana á æskuheimilinu. En það var heldur enginn að telja þá, slík nauðsynjavara sem þeir voru að allri sinni gerð og lögun – og margir raunar svo móðins að vart var meiri heimilisprýði að finna á fagurgljáandi palesander-borðunum um allan bæ.“

Í dag birtist 12. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og fjölmiðlamanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

„Ég fékk stundum að raða rettunum í fagurlega útskorna skeljaöskju sem mamma var vön að koma fyrir ofan á löbernum á miðjum borðstofuskenkinum ef hún átti von á gestum á heimilinu. Og þess var gætt að þar við hliðina stæði voldugi bensínkveikjarinn í marmarahólknum sem þau pabbi höfðu keypt úti á Mallorca um árið.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis.