Mannlíf
Sex ára barn á gjörgæslu eftir slysið
02.07.2021 kl. 11:41
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Sex ára barn er á gjörgæslu á Landspítalanum eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri á þriðja tímanum í gær. Þetta kemur fram á Vísi.
Tugir barna voru í hoppukastalanum Skrímslinu við Skautahöllina þegar atvikið átti sér stað. Sex voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri og eitt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum Vísis er það barn á gjörgæslu. Þar segir að áverkar barnsins séu eftir hátt fall úr hoppukastalanum.
Sjónvarvottar lýstu því hvernig vindhviða reif upp horn hoppukastalans og þeytt því í loft upp.
Móðir barns lýsti því í fréttum RÚV í gærkvöldi að börn hafa tekist á loft eins og þeim hafi verið skotið úr teygjubyssu.
Smellið hér til að lesa frétt Vísis.
Smellið hér til að lesa umfjöllun Akureyri.net í gær.