Mannlíf
Seldu 2.600 „möffins“ í Lystigarðinum
05.08.2023 kl. 23:20
Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson
Fjöldi fólks mætti á viðburðinn Mömmur og möffins í Lystigarðinum í dag og kom ekki á óvart því þessi góðgerðarsamkoma um verslunarmannahelgi hefur alltaf verið vel sótt; freistandi er að kaupa sér gómsætar, fallega skreyttar bollakökur – „möffins“ – og styrkja í leiðinni gott málefni. Eins og áður rennur allt sem kemur í kassann óskipt til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Í dag voru bakaðar 2.630 kökur og þær seldust upp.