Mannlíf
Saurbær – annað hús Guðjóns Samúelssonar
10.07.2023 kl. 06:00
Arnór Bliki Hallmundsson fjallaði í síðasta pistli í röðinni Hús dagsins um eldra íbúðarhúsið á Möðrufelli, teiknað af Guðjóni Samúelssyni sem síðar varð Húsameistari ríkisins. Í dag er komið að kirkjustaðnum Saurbæ í gamla Saurbæjarhreppi. Þar stendur snotur torfkirkja frá 1858, sem Arnór Bliki hyggst fjalla um innan tíðar, en þar stendur einnig tæplega aldargamalt steinsteypt íbúðarhús með áföstum gripahúsum. Þau mannvirki eru reist eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar.
Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika