Runnamura hefur lengi verið vinsæl í görðum
Í tempraða beltinu nyrðra eru til margar tegundir af runnum og trjám sem þrífast vel á Íslandi. Þar á meðal er runnamura sem hefur lengi verið vinsæl í görðum um land allt. Þær eru flestar í fullum blóma um þessar mundir og munu halda áfram að blómgast langt fram á haust. Því má segja að hennar tími sé núna og Sigurður Arnarsonar notar tækifærið og fjallar um runnamuru í pistlaröðinni Tré vikunnar á vef Skógaræktarfélags Eyfirðinga.
Runnamura er að jafnaði uppréttur, fíngerður og þéttgreindur runni. Oftast um einn metri á hæð en einnig eru til jarðlæg yrki. Oft eru runnamurur meiri á breiddina en hæðina. Börkurinn er gulbrúnn og flagnar mikið. Blöðin eru oftast þrífingruð eða fimmfingruð.
Smellið hér til að lesa þennan nýjasta pistil Sigurðar.