Fara í efni
Mannlíf

Róleg ganga um Krossanesborgir

Á morgun, miðvikudaginn 29. maí kl. 17:00, ætlar hópur fólks að rölta saman um Krossanesborgir í ilmi blómanna og njóta náttúru svæðisins undir leiðsögn hins einstaka Sverris Thorstensen. Gangan verður á rólegum hraða. 
 
Það eru Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, og Landvernd umhverfisverndarsamtök sem standa að viðburðinum. Krossanesborgir voru friðaðar sem fólkvangur árið 2005 og átti SUNN þátt í að stuðla að friðlýsingu svæðisins. Sverrir Thorstensen, fuglamerkingamaður og fyrrum náttúrufræðikennari, var í SUNN á þeim tíma. Hann mun fræða göngufólk um svæðið, líf þess og verðmæti. 
 
Fulltrúar Landverndar eru á ferð um landið. Góðir gestir frá samtökunum koma með í gönguna og segja frá starfi Landverndar. Gangan er létt, lítill hraði og lítið um hækkun. Viðburðurinn er opinn öllum og kostar ekki neitt. Mæting er á bílastæði Krossanesborga norðan við BYKO. 
 
Smellið á myndina til að fara inn á Facebook-viðburðinn.