Fara í efni
Mannlíf

Reisulegt og glæst hús í tilkomumikilli götumynd

Strandgata 35 á Akureyri, Havsteenshús, er eitt af reisulegri húsum hinnar tilkomumiklu götumyndar við Strandgötu. Arnór Bliki Hallmundsson fjallar um Strandgötu 35 í nýjum pistli í röðinni Hús dagsins. Jakob V. Havsteen byggði húsið árið 1888 en ekki liggja fyrir heimildir um teiknara. „Höfundi þykir hins vegar freistandi að giska á, að Snorri Jónsson timburmeistari á Oddeyri, hafi haft hönd í bagga við hönnun og byggingu hússins, jafnvel að hann hafi verið byggingameistari,“ segir Arnór Bliki.

„Strandgata 35 er reisulegt og glæst hús, í mjög góðri hirðu og er til mikillar prýði í götumynd Strandgötu. Á árunum 2012-22 voru í gildi húsfriðunarlög, sem kváðu á um aldursfriðun húsa yfir 100 ára aldri. Er Strandgata 35 því friðuð vegna aldurs og er það vel, enda verðskuldar húsið svo sannarlega friðun. Í Húsakönnun 2020 hlýtur það einnig hátt varðveislugildi.“

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika.