Rakel og Karen Ósk báðar tilnefndar
Tvær norðlenskar söngkonur, Rakel Sigurðardóttir og Karen Ósk Ingadóttir, eru tilnefndar til Hlustendaverðlaunanna 2022. Kosning fer fram á netinu og úrslit kosninganna verða kynnt og sigurvegarar verðlaunaðir á Stöð 2 laugardagskvöldið 19. mars. Þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram.
Rakel er tilnefnd í þremur flokkum; sem besta söngkona, nýliði ársins og lagið Ég var að spá, sem hún gaf út ásamt JóaPé og CeaseTone, er tilnefnt sem lag ársins. Rakel sendi frá sér fyrstu plötuna á árinu, Nothing ever changes.
Karen Ósk er einnig tilnefnd í flokknum nýliði ársins. Karen gaf út lagið Haustið ásamt Friðriki Dór í haust.
Það eru útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að Hlustendaverðlaununum. Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári.
Smellið hér til að kjósa.