Fara í efni
Mannlíf

Rakel: Fjalla-Erlendur með heiminn í fanginu

Ferðamaður sat upp við fánastöngina okkar, með fartölvu í fanginu. Hann pikkaði án afláts og starði á skjáinn, eins og hann væri staddur á skrifstofunni. Ég staldraði við og virti hann fyrir mér, þar sem mér fannst hann svolítið kómískur.

Annar hluti Drekadagbókar Rakelar Hinriksdóttur birtist á Akureyri.net í dag. Hún var skálavörður um tíma í sumar í Drekagili, við Öskju, og í dagbókinni er að finna hugleiðingar, frásagnir og myndefni frá dvöl Rakelar þar.

Hann var uppi á fjöllum, klæddur í hlífðarfatnað og með hettu á höfðinu, sitjandi á hörðum, brakandi vikri. Var hann að skrifa tölvupóst? Athugasemd á samfélagsmiðlum? Skáldsögu? Spjalla við mömmu sína?

Smellið hér til að lesa pistil Rakelar