Fara í efni
Mannlíf

Potterdagurinn mikli á Amtsbókasafninu

Potterdagurinn mikli verður haldinn hátíðlegur á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag. Þetta kemur fram í tilkyknningu frá safninu.

„Góðvinur barna, bókasafna (já og margra fullorðinna) sjálfur Harry Potter, á afmæli [í dag] 31. júlí. Kappinn er hvorki meira né minna en 44 ára í ár. Líkt og hefð er orðin mun Amtsbókasafnið á Akureyri fagna deginum með pompi og prakt.“

Ýmsilegt skemmtilegt verður um að vera í húsinu:

  • Allan daginn verða myndir til að lita, orðasúpur, allskyns þrautir til að teikna í barnadeildinni
  • Á milli kl. 9.00 og 17.00 verða þrjár fyrstu kvikmyndirnar um Harry Potter sýndar á íslensku í kjallaranum.
  • Á milli kl. 10.00 og 17.00 verður hægt að taka þátt í ratleik um 1. hæðina, „taka glæsilegar myndir á Brautarpalli 9 ¾ ásamt því að taka þátt í sokkagetraun Dobbys – Hvað eru margir sokkar í krukkunni?“
  • Á milli kl. 15.00 og 17.00 verður svo Töfrasprotaverkstæðið opið á kaffiteríunni. „Velkomið að koma með eigin grein en við eigum nokkur hundruð greinar í sprotagerð. Litlu sprotahönnuðirnir nota svo málningu, skraut og annað til að gera sprotana að sínum!“

Gestir eru eindregið hvattir til þess að mæta í búningum.

Potterdagurinn mikli var fyrst haldinn hátíðlegur á Amtsbókasafninu 2017 og hátt í 1000 manns hafa sótt viðburðinn ár hvert. Reiknað er með miklu stuði aftur í dag, þegar leikurinn verður endurtekinn, að því er segir í tilkynningunni.