Fara í efni
Mannlíf

Plokkum með Amtinu og Heimsmarkmiðunum

Vika 17 er alþjóðleg vika heimsmarkmiðanna á bókasöfnum, en hún fer fram dagana 21.-27. apríl. Í tilefni vikunnar verða ýmsir viðburðir tengdir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á dagskrá Amtsbókasafnsins. Í dag á milli 16-18 verður fjölskyldustrandhreinsun við Sílabás ásamt Ocean Missions, en Sílabás er fjaran rétt norðan við Sandgerðisbót.

Á morgun, miðvikudaginn 23. apríl verður endurvinnslulistasmiðja á Amtsbókasafninu, þar sem ruslið úr strandhreinsuninni verður nýtt sem efniviður til listsköpunar. Báðir viðburðir eru hluti Barnamenningarhátíðar Akureyrarbæjar.

Plokk, plokk, plokk og meira plokk

Alla vikuna verður föndurskiptimarkaður í gangi á bókasafninu og plokkbingó. Bingóspjöldin má nálgast á Amtsbókasafninu. Þau sem plokka rusl úr öllum flokkum geta skilað inn útfylltu spjaldi, heppinn plokkari fær glaðning auk þess að hreppa titilinn Plokkari Amtsbókasafnsins 2025! Stóri Plokkdagurinn verður einmitt sunnudaginn 27. apríl og því upplagt að taka þátt í plokkbingóinu um leið. Rauði krossinn við Eyjafjörð og SUNN – Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi verða með plokk þann dag frá 10-14. Plokkbingóspjöldum þarf að skila inn fyrir þriðjudaginn 29. apríl.

Amtsbókasafnið hvetur fjölskyldur einnig til þess að taka þátt í samvinnu um heimsmarkmiðin með því að tileinka sér að minnsta kosti þrjú atriði af gátlista sem hefur verið útbúinn fyrir Viku 17: