Fara í efni
Mannlíf

Pétur og Jón Múli á við æðri máttarvöld

Það var ekki einasta lagður fullur og óbilandi trúnaður á hádegisfréttirnar á Syðri-Brekkunni upp úr miðri síðustu öld, heldur lá við sjálft að þulirnir sem fluttu þær alla leiðina sunnan af Skúlagötu við Sundin blá, væru á við æðri máttarvöld, svo guðumlíkir sem þeir þóttu vera í afstúkuðum eldhúskróknum.

Þannig hefst 46. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Og þar gilti eitt umfram annað, en fólk skyldi þegja. Fullorðnir jafnt sem fávís börn. Því ekki mætti missa af einu einasta orði. Sjálfur sannleikurinn að sunnan væri þar borinn fram af festu og einurð af þeim raddmestu mönnum Íslands sem Jón Múli Árnason og Pétur Pétursson þættu í eyrum viðstaddra.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis