Fara í efni
Mannlíf

Pétur Guðjónsson: Eigi leið þú oss í frysti

- „Hæ, hvað segirðu?“
- „Allt gott, bara alveg rosalega góð/ur sko“.
_ _ _

Pétur Guðjónsson viðburðastjóri og leikstjóri fjallar í grein sem birtist á Akureyri.net í dag um þá reynslu sína af að fara „undir frostmarkið,“ eins og hann orðar það.. „Ég áttaði mig á því að ég væri svo kalinn að ég ráfaði um í köldu og dimmu frosti,“ segir Pétur.

Hann skrifar:

Hjá mér var það þannig að ég hélt alltaf að ég gæti aðeins meira þangað til líkaminn sagði stopp og sálin hrundi. Ég mæli ekki með, bara alls ekki en fer samt að velta fyrir mér; hvernig ég hefði getað komið í veg fyrir þetta og hvað ég gerði til þess að fara á þennan stað?

Ein ástæðan; mér fannst ég ekki geta sagt nei við neinu eða að ég ætti hreinlega ekki skilið að vera að hlífa mér eitthvað.

  • Vinnan göfgar manninn
  • Þú getur nú lagt aðeins á þig
  • Lífið er nú ekki leikur
  • Hvaða aumingjaskapur er þetta?

Þetta voru setningar sem hljómuðu í höfðinu á mér. Ég keyrði áfram og þegar allt var að brotna þá gat ég ekki horfst í augu við það. Ég meina, ég er ekki aumingi!

Smellið hér til að lesa grein Péturs