Fara í efni
Mannlíf

Öxin, Agnes og Friðrik á Lamb-Inn

Magnús Ólafsson segir frá í Landnámssetrinu í Borgarnesi.

Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum í Vatnsdal mun segja sögu úr sinni sveit á Lamb-Inn á Öngulsstöðum núna á laugardaginn, 6. nóvember, klukkan 16.00. Nánar til tekið mun Magnús fjalla um síðustu aftökuna hér á landi, þegar Guðmundur Ketilsson hjó höfuðin af Agnesi Magnúsdóttur og Friðrik Sigurðssyni fyrir morð á Natan Ketilssyni og Pétri Jónssyni 12. janúar 1830. Sagan af þeim atburði lifir með þjóðinni og hefur orðið efni til sagna og leikverka og eins og iðulega er sagt er góð saga aldrei of oft sögð, og aftökustaðurinn við Vatnsdalshóla er viðdvalarstaður ferðalanga, íslenskra sem erlendra.

Magnús hefur áður flutt þessa dagskrá sína í Landnámssetrinu í Bogarnesi og hlaut þar góðar viðtökur og umsagnir. Meðal annars segir í dómi í Kjarnanum: „Sagan af síð­ustu aftök­unni á Íslandi hefur að geyma ýmsa þá efn­is­þætti sem móta góða sögu og kitla áhuga almenn­ings: ást, afbrýði, for­smán, kyn­hvöt, hat­ur, ágirnd, mis­rétti, kúg­un, vald­beit­ingu, ofbeldi ...“ og síðar: „Magnús Ólafs­son er full­trúi íslenskrar sagna­menn­ingar eins og hún ger­ist best. Lyk­il­orðið í hans sagna­list – eins og gildir raunar um íslenska sagna­list per se – er hug­takið „stað­reynd“. Honum er í mun að leggja fram hverja stað­reynd eins og hann þekkir best – sagan skal, hvað sem öðru líður vera trú­verð­ug, hún á að geta verið sann­ferð­ug, hún á að geta hafa gerst.“

Aðgöngumiða má panta á á lambinn@lambinn.is eða í síma 463 1500