Mannlíf
Öskudagur „þjóðhátíð“ í hálfa aðra öld
17.02.2021 kl. 06:03
„Í dag er „þjóðhátíðardagur“ okkar Akureyringa – Öskudagur. Börn á Akureyri hafa haldið þennan dag hátíðlegan hálfa aðra öld, upphaflega að danskri fyrirmynd, enda Akureyri upphaflega danskur bær þar sem töluð var danska á sunnudögum,“ segir Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, í grein á Akureyri.net í morgun.
„Nafn dagsins er dregið af því, að í kaþólskum löndum hefur dauðleika mannsins og hverfulleika lífsins verið minnst með því að gera kross úr ösku á enni kirkjugesta í upphafi lönguföstu sem er tími iðrunar og yfirbóta,“ segir Tryggvi. Hann segir nafnið öskudag koma fyrir í íslenskum handritum frá 14. öld, en líklega sé orðið enn eldra.