Fara í efni
Mannlíf

Öskudagur á Akureyri – MYNDIR

Margir gerðu heiðarlega tilraun til að slá „köttinn“ úr tunnunni á Glerártorgi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Akureyrsk börn sungu víða af lífi og sál í morgun eins og tíðkast hefur í áratugi á öskudaginn. Þau sóttu fyrirtæki og stofnanir heim, sungu og þáðu glaðning fyrir. Söngkeppni var á verslunarmiðstöðinni Glerártorgi þar sem var gífurlegur fjöldi barna, og þar var „kötturinn“ sleginn úr tunnunni með miklum tilþrifum.