Fara í efni
Mannlíf

Öskudagur á Akureyri - MYNDIR

Eitt öskudagsliðanna sem söng í miðbænum í morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Líf og fjör er jafnan á Akureyri á öskudegi og fjöldi barna var á ferð í morgun. Kaupmenn eru þó flestir sammála um að færri hafi sungið fyrir þá en venjulega. Það má án efa rekja til Covid-19 og samkomutakmarkana, þess að Almannavarnir, Heimili og skóli og fleiri hvöttu til þess að farið yrði varlega að þessu sinni, auk þess sem nokkuð virtist í lausu lofti hvernig málum yrði háttað á Akureyri í dag.