Ein með öllu: viltu biðja um óskalag í kvöld?
Árlegir óskalagatónleikar verða í Akureyrarkirkju í kvöld, föstudagskvöld, sem hluti af fjölskylduhátíðinni Einni með öllu. Þar koma fram söngvararnir Óskar Pétursson og Ívar Helgason og hljóðfæraleikarinn Eyþór Ingi Jónsson.
Ein með öllu hefst á Akureyri í dag og stendur til sunnudags. Henni lýkur að vanda með svokölluðum sparitónleikum á flötinni neðan við Samkomuhúsið og veglegri flugeldasýningu í kjölfarið.
- Fyrir utan skemmtistaðinn Vamos á Ráðhústorgi var hafist handa í morgun við að heilgrilla skrokk og getur fólk fengið að smakka til kl. 15.00.
- Á torginu verða einnig matarvagnar og markaðsstemning þar sem hægt verður að gera góð kaup á alls kyns munum, segir í tilkynningu frá Einni með öllu.
- Hlaupahátíðin Súlur Vertical hefst kl. 16.00 í dag, eins og Akureyri.net greindi frá í morgun með krakkahlaupi í Kjarnaskógi.
- Tvö tívolí hafa verið opnuð á flötinni neðan við Samkomuhúsið
Glatt á hjalla í kirkjunni
„Vinirnir þrír vinna náið saman allt árið, oftast við erfiðar aðstæður en um verslunarmannahelgi á hverju ári sleppa þeir sér aðeins og gera að gamni sínu um leið og þeir flytja óskalög tónleikagesta,“ segir í tilkynningu um óskalagatónleikana. „Tónleikagestir fá í hendur mjög langan lagalista og hægt er að kalla upp þau lög sem tríóið á að flytja. Mikið líf og fjör hefur einkennt þessa tónleika í gegn um árin, en óskalagatónleikar hafa verið haldnir í Akureyrarkirkju með einum eða öðrum hætti í hátt í 20 ár.“
- Að morgni
- Afgan
- Aldrei einn á ferð
- Alparós
- Allt mitt líf
- Always on my mind
- Amazing Grace
- Amigos Para Sempre
- Augunþín
- Augun þín blá
- Á heimleið (Lýsa geislar….)
- Á hörpunnar óma
- Á minn hátt (My way)
- Ást
- Ást, ást, ást
- Ást við fyrstu sýn
- Átján rauðar rósir
- Barn
- Bíddu pabbi
- Bíllinn minn og ég
- Blátt lítið blóm eitt er
- Bláu augunþín
- Blíðasti blær
- Blærinn í laufi
- Braggablús
- Brú yfir boðaföllin
- Caprí Catarína
- Dagný
- Dalakofinn
- Dans gleðinnar
- Draumalandið
- Dvel ég í draumahöll
- Ef þú ert mér hjá
- Eina nótt (Láttu mjúkra…)
- Einbúinn
- Einsi kaldi úr Eyjunum
- Einu sinni á ágústkvöldi
- Elskaþig
- Enn syngur vornóttin
- Erla, góða Erla
- Esjan
- Ég elska þig enn
- Ég er á leiðinni
- Ég er kominn heim
- Ég fer í nótt
- Ég leitaði blárra blóma
- Ég lít í anda liðna tíð
- Ég minnist þín (Danny boy)
- Ég sé Akureyri
- Ég sé þig
- Ég syng þennan söng
- Ég vaki yfir þér (Caruso)
- Ég veit þú kemur
- Ég vil fá mér kærustu
- Fallegur dagur
- Fiskurinn hennar Stínu
- Fjöllin hafa vakað
- Fly me to the moon
- Fram í heiðanna ró
- Friðarhöfn
- Feeling good
- Frostrósir
- Fröken Reykjavík
- Fyrir átta árum
- Garún
- Glaðasti hundur í heimi
- Glugginn
- Góða ferð
- Góða nótt
- Gras
- Grænkandi dalur
- Gullvagninn
- Gömul spor
- Hafið lokkar og laðar
- Hagavagninn
- Hallelujah
- Hamraborgin
- Have you ever seen the rain
- Heim í Búðardal
- Heima
- Here comes the sun
- Heyr mína bæn
- Heyr mitt ljúfasta lag
- Hin gömlu kynni gleymast ei
- Hlíðin mín fríða
- Hótel jörð
- Húmar að kvöldi
- Hún hring minn ber
- Húsið og ég
- Hvað með það
- Hvert örstutt spor
- Island in the sun
- Í blómabrekkunni
- Í fjarlægð
- Í rökkurró
- Í síðasta skipti
- Í sól og sumaryl
- Ísland er land þitt
- Kannski er ástin
- Kom, vornótt og syng
- Kvæðið um fuglana
- Kveðja (Bubbi)
- Kveðja heimanað
- Kveðjustund
- Kvöld í Moskvu
- Kvöldið er fagurt
- Kvöldsigling
- Kærleikur og tími
- La donna e mobile
- Leiðin okkar allra
- Liljan
- Lindin
- Litlaflugan
- Litla sæta ljúfan góða
- Líttu sérhvert sólarlag
- Ljósið á kertinu lifir
- Loksins ég fann þig
- Love me tender
- Mærin frá Mexíkó
- Maístjarnan
- Mamma (Björgvin Þ)
- Mamma (Friðrik Ómar)
- Manstu ekki eftir mér
- María Ísabel
- Með bæninni kemur ljósið
- Með þér
- Megi gæfan þig geyma
- Minning (Bó/Mugison)
- Minning um mann
- Minning þín
- Móðurást
- My way
- Nessun dorma
- Nína
- Nocturne (Hjúfra þig nær)
- Nótt
- Nú andar suðrið
- Nú kveð ég allt
- Nú sefur jörðin
- Næturljóð úr Fjörðum
- O sole mio
- Orðin mín
- Ort í sandinn
- Ó, borg, mín borg
- Ó, pabbi minn
- Ó, þú
- Óbyggðirnar kalla
- Ólýsanleg
- Ramóna
- Reyndu aftur
- Rósin
- Sailing
- Sem lindin tær
- Sestu hérna hjá mér
- Sigling
- Sigling inn Eyjafjörð
- Siglt í norður
- Sigurstund
- Silfrað hár
- Síldarvalsinn
- Sjá, dagar koma
- Sjómannavalsinn
- Skákóða kona
- Skín við sólu Skagafjörður
- Skýið
- Smaladrengurinn
- Smávinir fagrir
- Slá í gegn
- Sofðu (Schubert)
- Sofðu rótt (Brahms)
- Spönsku augun
- Sprettur
- Stingum af
- Stolt siglir fleyið mitt
- Suður um höfin
- Sumar er í sveitum
- Svarfaðardalur
- Svefnljóð
- Söknuður
- Söngur dýranna í Týrol
- Söngur um lífið
- Til eru fræ
- Time to say goodbye
- Tondeleyó
- Traustur vinur
- Tvær stjörnur
- Týnda kynslóðin
- Umvafinn englum
- Undir bláhimni
- Undir Dalanna sól
- Vegbúinn
- Vegir liggja til allra átta
- Vetrarsól
- Við eigum samleið
- Við gengum tvö
- Vikivaki
- Viltu með mér vaka í nótt
- Vor í Vaglaskógi
- Vorkvöld í Reykjavík
- What a wonderful world
- The Wonder of you
- Yndislegt líf
- Það er gott að elska
- Það er svo margt
- Það er svo ótal margt
- Það geta ekki allir verið gordjöss
- Það þarf fólk eins og þig
- Þannig týnist tíminn
- Þitt fyrsta bros
- Þórður
- Þótt þú langförull legðir
- Þrek og tár
- Þú átt mig ein
- Þú eina hjartans yndið mitt
- Þú ert yndið mitt yngsta…
- Þú gætir mín
- Þú komst í hlaðið
- Þú styrkir mig
- Ætti ég hörpu
- Ökuljóð
- Ömmubæn
- Ömmuknús