Fara í efni
Mannlíf

Opnar garðinn vegna áhuga ferðamanna

Hreinn Halldórsson alþýðulistamaður hefur ákveðið að opna aðgengi að garði sínum við Oddeyrargötu 17 sem hann hefur hannað sem einka gallerý með verkum sínum.

Hreinn hefur stillt upp fjölda fallegra verka í garðinum undanfarin ár. Tiltækið hefur vakið mikla athygli og það er vegna áhuga ferðamanna sem Hreinn ákvað að stíga það skref að opna garðinn; opið verður alla daga í sumar frá klukkan 10 til 21. Aðgangur er ókeypis og fólki er velkomið að mynda verkin að vild, að sögn listamannsins. Við flest verkin er stuttur texti bæði á íslensku og ensku.