Öllum er hollast að fá að njóta getu sinnar

„Alla mína tíð sem kennari, bæði í grunnskólum og í háskólum, var ég bæði leynt og ljóst upptekin af námi barna og unglinga sem minna mega sín námslega. Ég lít svo á að ég hafi unnið að því markmiði af heilum hug,“ segir Kristín Aðalsteinsdóttir, fyrrverandi prófessor við Háskólann á Akureyri, m.a. í pistli sem birtist á Akureyri.net í morgun.
„Ég kenndi börnum og kennurum, skrifaði greinar í tímarit og bækur og kenndi um hugmyndir sem vinna gegn flokkun nemenda eftir getu. Ég reyndi að vinna að því að nemendur fengju að njóta hæfileika sinna, hver á sinn hátt. Hver og einn getur svo sannanlega verið sterkur á einhverju sviði/sviðum og er hollast að fá að njóta getu sinnar. Það er ástæða til að muna það,“ segir Kristín og nefnir mjög áhugavert dæmi.
Kristín ræðir einnig um hugtakið áhugahvöt. „Fyrir nokkrum árum skrifaði ég bók um nám á fullorðinsárum en þar velti ég fyrir mér vilja fullorðins fólks til náms og verka og í því sambandi hugtakinu áhugahvöt. Fræðimenn tala um að með hugtakinu áhugahvöt sé átt við þau viðhorf, þarfir, örvun, tilfinningar, hæfni og styrk sem drífa okkur áfram.“
Pistlar Kristínar birtast á Akureyri.net annan hvern föstudag.
Pistill dagsins: Ólík erum við