Fara í efni
Mannlíf

Öll hús í pistlum Arnórs Blika komin í kortasjá

Magnús Smári Smárason segir frá því í nýjum pistli, þeim þriðja fyrir Akureyri.net, hvernig hann nýtti gervigreind í skemmtilegu verkefni.

Í pistlinum segir Magnús Smári frá því hvernig hann lét gervigreind búa til bæði myndband við lag og síðan heila plötu sem hann setti á streymisveituna Spotify, en „ég vildi takast á við verkefni sem hefði meira hagnýtt gildi og myndi nýta gervigreindartæknina á áhugaverðan hátt,“ segir hann.

Magnús hafði samband við Arnór Blika Hallmundsson, sem lesendur Akureyri.net þekkja af frábærum pistlum í röðinni Hús vikunnar, og óskaði eftir því að búa til gagnagrunn og kortasjá með þeim húsum sem hann hefur skrifað um. „Ég hef lesið pistlana hans á Akureyri.net og þótt þeir áhugaverðir, en mér finnst þeir líka vera merkilegar heimildir sem vert er að varðveita og gera aðgengilegar.“

Auðsótt mál var að fá leyfi til þess arna og kortasjáin er nú aðgengileg á netinu. „Þetta verkefni reyndist vera mun umfangsmeira en ég gerði ráð fyrir í upphafi. Ég komst að því að Arnór hefur skrifað þessa pistla alveg frá 2009 og þeir eru rúmlega 700 talsins, ekki bara þeir um 60 sem birtust á Akureyri.net.“

Kortasjáin

Smellið hér til að lesa pistil Magnúsar Smára

Nýjasti pistill Arnórs Blika er hér - og allir hinir tengdir við þennan