Ólífugreinar eru þekktar sem friðartákn
Í táknfræði eru ólífugreinar þekktar sem friðartákn og því viðeigandi að fjalla aðeins um þær í aðdraganda gleði- og friðarjóla. Það gerir Sigurðar Arnarson einmitt í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar.
„Eins og kunnugt er hafa ólífur lengi verið ákaflega mikilvægar í matarmenningu við Miðjarðarhafið og tengjast þar líka allskonar goðsögum og trúarbrögðum á margvíslegan hátt. Má halda því fram að þau séu samtvinnuð menningu þeirra þjóða sem búa við Miðjarðarhafið. Þar með talið eru þær þjóðir sem búið hafa og búa enn á Biblíuslóðum. Í pistli vikunnar fjöllum við um þessi tengsl en í seinni pistli okkar um ólífur beinum við sjónum okkar að grasafræði tegundarinnar og skyldum hlutum,“ skrifar Sigurður.
Smellið hér til að sjá pistil Sigurðar í heild